Guðspjöllin voru skrifuð á síðari hluta fyrstu aldar, eða á árunum 60¿95 e.Kr., og er Markúsarguðspjall þeirra elst. Í hverju guðspjalli er saga Jesú sögð frá mismunandi sjónarhornum og þau eru öll skrifuð fyrir mismunandi lesendahópa.
Matteusarguðspjall er ætlað gyðingkristnu fólki, þ.e. fólki sem áður var Gyðingar og bjó í gyðinglegu umhverfi. Það kemur best fram í því að Jesús er þar oft nefndur sonur Davíðs og ekki er talað um Guðs ríki heldur himnaríki en Gyðingar nefndu ekki Guðs nafn heldur notuðu hugtök eins og himininn er þeir töluðu um Guð. Matteusarguðspjall greinir frá fæðingu, lífi, krossfestingu og upprisu Jesú Krists og boðar að Jesús sé sá frelsari sem Guð hafi fyrir munn spámanna sinna heitið, ekki aðeins Gyðingum, heldur öllum heimi. Guðspjallið hefst á ættartölu Jesú og frásögn af fæðingu hans. Það sýnir Krist sem hinn mikla kennara og kennimann og safnar ræðum hans og kenningu í fimm bálka sem eru Fjallræðan (5.1¿7.29), Sendingarræðan (10.5¿10.42), dæmisögur um Guðs ríki (13.1¿13.58), kenning um að vera lærisveinn (18.1¿18.35) og kenning um endalok þessa heims, um hinn komandi heim og Guðs ríki (24.1¿25.46). Guðspjallinu lýkur á frásögunni af krossfestingu Krists og upprisu. Tákn Matteusar guðspjallamanns í kirkjulegri list er maðurinn.
Skipting guðspjallsins
1.1¿2.23 Ættartala, fæðing Jesú og flóttinn til Egyptalands
3.1¿4.11 Prédikun Jóhannesar skírara, skírn Jesú og freisting
4.12¿18.35 Starf Jesú í Galíleu
19.1¿20.34 Ferð Jesú frá Galíleu upp til Jerúsalem
21.1¿25.46 Starf Jesú í Jerúsalem
26.1¿27.66 Pína Jesú, dauði og greftrun (píslarsaga Matteusar)
28.1¿28.20 Upprisa Jesú
Guðspjöllin voru skrifuð á síðari hluta fyrstu aldar, eða á árunum 60¿95 e.Kr., og er Markúsarguðspjall þeirra elst. Í hverju guðspjalli er saga Jesú sögð frá mismunandi sjónarhornum og þau eru öll skrifuð fyrir mismunandi lesendahópa.
Matteusarguðspjall er ætlað gyðingkristnu fólki, þ.e. fólki sem áður var Gyðingar og bjó í gyðinglegu umhverfi. Það kemur best fram í því að Jesús er þar oft nefndur sonur Davíðs og ekki er talað um Guðs ríki heldur himnaríki en Gyðingar nefndu ekki Guðs nafn heldur notuðu hugtök eins og himininn er þeir töluðu um Guð. Matteusarguðspjall greinir frá fæðingu, lífi, krossfestingu og upprisu Jesú Krists og boðar að Jesús sé sá frelsari sem Guð hafi fyrir munn spámanna sinna heitið, ekki aðeins Gyðingum, heldur öllum heimi. Guðspjallið hefst á ættartölu Jesú og frásögn af fæðingu hans. Það sýnir Krist sem hinn mikla kennara og kennimann og safnar ræðum hans og kenningu í fimm bálka sem eru Fjallræðan (5.1¿7.29), Sendingarræðan (10.5¿10.42), dæmisögur um Guðs ríki (13.1¿13.58), kenning um að vera lærisveinn (18.1¿18.35) og kenning um endalok þessa heims, um hinn komandi heim og Guðs ríki (24.1¿25.46). Guðspjallinu lýkur á frásögunni af krossfestingu Krists og upprisu. Tákn Matteusar guðspjallamanns í kirkjulegri list er maðurinn.
Skipting guðspjallsins
1.1¿2.23 Ættartala, fæðing Jesú og flóttinn til Egyptalands
3.1¿4.11 Prédikun Jóhannesar skírara, skírn Jesú og freisting
4.12¿18.35 Starf Jesú í Galíleu
19.1¿20.34 Ferð Jesú frá Galíleu upp til Jerúsalem
21.1¿25.46 Starf Jesú í Jerúsalem
26.1¿27.66 Pína Jesú, dauði og greftrun (píslarsaga Matteusar)
28.1¿28.20 Upprisa Jesú
Product Details
BN ID: | 2940191275956 |
---|---|
Publisher: | Hið íslenska biblíufélag |
Publication date: | 08/01/2024 |
Series: | Biblían - Heilög ritning , #40 |
Edition description: | Unabridged |
Language: | Icelandic |