Margir telja Jobsbók meðal snilldarverka heimsbókmenntanna. Hún fjallar um vandamál þjáningarinnar og hins illa. Hví þjáist hinn réttláti?
Í bókinni er sögð saga góðs og guðhrædds manns sem má þola hinar mestu þjáningar. Hann missir öll börn sín og eigur sínar og má að auki þola alvarlegan líkamlegan sjúkdóm. Í þremur ljóðabálkum bókarinnar eru samtöl Jobs og vina hans. Job heldur staðfastlega fram sakleysi sínu og deilir á Guð fyrir þær þjáningar sem hann hefur mátt þola. Vinir hans eru fulltrúar ¿rétttrúnaðarins“ og halda því fram að ófarir Jobs hljóti að stafa af synd hans. Þeir trúðu þeirri kenningu að réttlátum mönnum mundi farnast vel en óguðlegum að sama skapi illa (sbr. Slm 1). Job missir ekki trú sína en sækir fast að verða réttlættur af Guði og endurheimta heiður sinn sem góður og réttlátur maður. Guð gefur ekki svör við þeim spurningum sem Job ber fram en sýnir honum hins vegar fram á sköpunarmátt sinn og vísdóm. Lausnina virðist Job finna í guðssamfélaginu (42.5).
Formáli og eftirmáli bókarinnar skera sig mjög úr meginhluta hennar sem er allur í bundnu máli og í formi samræðna og/eða deilna.
Skipting ritsins
1.1-2.13 Formáli
3.1-31.40 Job og vinir hans
3.1-3.26 Angurljóð Jobs
4.1-14.22 Fyrsti ræðukafli
15.1-21.34 Annar ræðukafli
22.1-27.23 Þriðji ræðukafli
28.1-28.28 Ljóð um spekina
29.1-31.40 Lokaræða Jobs
32.1-37.24 Ræður Elíhú
38.1-42.6 Samtal Guðs og Jobs
42.7-42.17 Eftirmáli
Margir telja Jobsbók meðal snilldarverka heimsbókmenntanna. Hún fjallar um vandamál þjáningarinnar og hins illa. Hví þjáist hinn réttláti?
Í bókinni er sögð saga góðs og guðhrædds manns sem má þola hinar mestu þjáningar. Hann missir öll börn sín og eigur sínar og má að auki þola alvarlegan líkamlegan sjúkdóm. Í þremur ljóðabálkum bókarinnar eru samtöl Jobs og vina hans. Job heldur staðfastlega fram sakleysi sínu og deilir á Guð fyrir þær þjáningar sem hann hefur mátt þola. Vinir hans eru fulltrúar ¿rétttrúnaðarins“ og halda því fram að ófarir Jobs hljóti að stafa af synd hans. Þeir trúðu þeirri kenningu að réttlátum mönnum mundi farnast vel en óguðlegum að sama skapi illa (sbr. Slm 1). Job missir ekki trú sína en sækir fast að verða réttlættur af Guði og endurheimta heiður sinn sem góður og réttlátur maður. Guð gefur ekki svör við þeim spurningum sem Job ber fram en sýnir honum hins vegar fram á sköpunarmátt sinn og vísdóm. Lausnina virðist Job finna í guðssamfélaginu (42.5).
Formáli og eftirmáli bókarinnar skera sig mjög úr meginhluta hennar sem er allur í bundnu máli og í formi samræðna og/eða deilna.
Skipting ritsins
1.1-2.13 Formáli
3.1-31.40 Job og vinir hans
3.1-3.26 Angurljóð Jobs
4.1-14.22 Fyrsti ræðukafli
15.1-21.34 Annar ræðukafli
22.1-27.23 Þriðji ræðukafli
28.1-28.28 Ljóð um spekina
29.1-31.40 Lokaræða Jobs
32.1-37.24 Ræður Elíhú
38.1-42.6 Samtal Guðs og Jobs
42.7-42.17 Eftirmáli
Product Details
BN ID: | 2940190900613 |
---|---|
Publisher: | Hið íslenska biblíufélag |
Publication date: | 08/01/2024 |
Series: | Biblían - Heilög ritning , #18 |
Edition description: | Unabridged |
Language: | Icelandic |